Thursday, January 26, 2006

Bachelor.. ???

Ég verð bara aðeins að tjá mig, ég veit ekki hvort restin af heiminum sé sammála mér EN guð minn hvað er að???? ég hreinlega á ekki til orð yfir þessu grunna fólki sem bara svona rétt til þess að byrja með skráir sig í þessa vitleysu þá sem sagt Bachelor. OK það er nefninlega mál með vexti að fröken ég var næstum dáin úr leti síðastliðið föstudagskvöld og nótabene er fjarsteringin af sjónvarpinu týnd (I know skelfing) allavega ég varð náttúrulega að velja mér stöð sem að ég gæti bara hreinlega horft á í allri minni leti án þess að þurfa að hreyfa mig,OK þá byrjar fjörið og á skjánum er þáttur sem að ég hafði ekki mikið álit á, sem sagt THE ONE AND ONLY Bachelor jæja ákvað nú að gefa þessu séns EN dear mother of god vitiði ég á bágt með að halda í mér þetta er nákvæmlega það allra heimskulegasti þáttur sem að ég hef haft þolinmæði í að horfa á, dear BOBBY já og hvað á maður að hafa samúð með þessum stelpum sem eru allt í allt 20 og greyið bachelornum sem hefur úr þetta mörgum stelpum að velja. Það eru held ég bara ekki til nógu mikið af lýsingarorðum fyrir mig í þetta skipti.Og hvar er allur frumleiki hér á Íslandi?? Idol, Bachelor og svo lengi mætti telja. Af öllum þáttum í heiminum var algjör nauðsyn að velja þennann, allt í lagi ég er kannski ein á báti og hef ekki mikið álit yfir höfuð á veruleikasjónvarpi en þessi er alveg fyrir neðan minn vinsældarlista

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home