Saturday, February 09, 2008

Hvernig, hvar, hvenær?

Hvernig var það Davíð Oddsyni að þakka að Bobby F fékk ríkisborgararétt hér? Gamli krúttlegi bókakallinn og núna Sæmundur vinur Fischers eru sífellt að tönnlast á þessu, mér finnst það MJÖG geðsýkislegt og ekki ber ég eins mikla virðingu fyrir þeim og áður. En eins mikill viðbjóður og DO er þá myndi það gera hann ögn mannlegan í mínum huga, hafi hann gert eitt góðverk um ævina (ég trúi samt engum heilaþvegnum sjálfstæðismanni til að útskýra þetta og er ekki að sækjast eftir lygaþvælu um að Davíð sé svo góður heldur vil ég bara fá hlutlausa útskýringu takk). En ég trúi engu góðu uppá hinn spillta harðstjóra fyrren það verður útskýrt fyrir mér, hvernig, hvar og hvenær???

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home