Óviðunandi framkoma og þjónusta póstþjónustunnar

Eftirfarandi birtist hér þegar kvartað var undan póstþjónustunni:
Góðan daginn.
Þegar við íbúarnir á stigaganginum okkar vorum á leið út til vinnu í morgun,blasti við okkur ófögur sjón þegar við komum á stigapallinn úti fyrir framan anddyrið.
Þar var allur pósturinn okkar í einum haug,persónuleg umslög,bæklingar,fréttablöð frá stéttafélögum og fleira.
Þessi vinnubrögð eru algjörlega óviðunandi og ósmekkleg svo ekki sé nú meira sagt.
Ég ætla að tilkynna þetta til Póst og fjarskiptastofnunar.
Einnig ætla ég að senda fjölmiðlum línu og greina frá þessu.
Þetta er ekki eitthvað sem á að þegja yfir. – Ef einhver vindur hefði verið,þá hefði þessi póstur okkar fokið fjandans til.
Ég vona að þið hafið vit og rænu til þess að vanda vinnubrögðin í framtíðinni svo að almenningur geti treyst ykkur.
Sæll
Ég hef farið yfir málið með dreifingarstjóranum í þínu hverfi.
Samkvæmt byggingareglugerð þá eru of litlar lúgur þarna í húsinu og erfitt er að setja póstinn í og var þín lýsing á frágangi ekki eftir bréfberann.
Ég læt byggingareglugerðina fylgja hér með sem viðhengi.
Með kveðju
Heiðrún Ósk Steindórsdóttir
Þjónustufulltrúi
Þá vitið þið lesendur góðir hvað bíður ykkar,þegar uppgötvast að þið eruð með ómögulegar bréflúgur,að mati Íslandspósts,eins og áður hefur komið fram í fréttum Stöðvar 2!

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home