Mótvægisaðgerðir

Það var gott að heyra hvað ríkisstjórnin ætlar að gera fyrir landsbyggðina.
Það er nokkuð vel vitað mál að sjávarútvegur er ekki að skila landsbyggðinni jöfnuði eða nægilegan stöðugleika byggðanna. Nú ætlar stjónin að fara út í uppbyggingu vega, aðhald og endurbyggingu byggðanna og einnig að færa góðar samgöngur í það horf að fyrirtæki sjá sér fært að flytja út á land með sína stafsemi.
Það er orðið nokkuð ljóst að landsbyggðin þarf á að halda nýrri hugsjón á uppbyggingarsviði annað en ryksuguveiðar og úrsérgengin frystihúsamenning. Hún er góð með, en í hófi.
Það sem landbyggðin þarf á að halda, er menntun til annara víddar en þeirrar sem hélt okkur uppi hér á árum áður.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home