Geir Jón hefur lausnina á miðbæjarvandanum

Sjáið bara hvað þessi maður er fábær og lausnina sem hann er kominn með á miðbæjarvandanum. Þetta var á vísi.is í morgun: "Geir Jón telur trúboð leysa miðborgarvanda. Óeirðaseggir í miðbænum myndu láta af óæskilegri hegðun ef þeir hleyptu trú inn í líf sitt, segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn sem vill gera trúboða út af örkinni. Geir Jón sagði í viðtali á sjónvarpsstöðinni Omega að það væri heillavænlegri lausn að senda trúboða út af örkinni til að leysa miðborgarvandann heldur en að fjölga þar lögregluþjónum." Sannarlega orð í tíma töluð og nákvæmlega það sama sem ég og aðrir bræður mínir í Kristi hafa verið að koma fram með hér. Lausnin er semsagt komin: trúboð mun leysa miðbjæarvandann. Svo einfalt er það

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home