Thursday, September 13, 2007

Morð


"Helgi Rafn var á sínum tíma sakaður um að hafa myrt hundinn Lúkas á Akureyri og í kjölfarið rigndi yfir hann hótunum á Netinu."


þessi setning birtist áðan á forsíðu vísis í frétt um að 100 verði kærðir í Lúkasarmálinu.

Það sem ég á afar bágt með að skilja er hvað fær fólkið sem skrifar fréttina til þess að tala um morð í þessu samhengi? Er hægt að myrða dýr alltíeinu? Mér finnst þetta bara ósmekklegt. Svo er ekki hægt að tjá sig við fréttina þannig að ég varð að setja þetta hingað. Ég valdi flokkinn lífið af því að morð snýst um að taka líf og það er einn versti glæpur sem hægt er að fremja.

Ég elska dýr og má ekki til þess hugsa að þau þjáist eða séu drepin en samt finnst mér þetta orðalag bara lýsa ákveðnu virðingarleysi fyrir mannslífum. Það á að segja "drepa" um dýr sem eru drepin en "myrða" um menn. Einfalt!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home