Thursday, September 20, 2007

Ekki er nú Belgía eftirsótt land


Það er einganveginn hægt að segja að Belgía sé eftirsótt.

Að það skuli ekki vera komin nema 26 tilboð í skérið á mörgum dögum sýnir að eftirsóknin er ekki mikil.

Komið var 90 milljón króna tilboð í landið, og sýnir það enn betur að Belgía er ekki eftirsótt land, þetta er bara vasapeningurinn hjá íslensku auðjöfrunum.

Fréttin öll.:

Uppboðsfyrirtækið eBay hefur tekið óvenjulegan hlut úr sölu á vefsíðu sinni en það var ríkið Belgía í heild sinni. Það var blaðamaðurinn Gerrit Six sem setti land sitt til sölu á eBay en með því vildi hann mótmæla því að enn hefur ekki verið mynduð ný ríkisstjórn í landinu þótt að um 100 dagar séu liðnir frá síðustu kosningum.

Boðin í Belgíu hófust á einni evru en þegar forráðamenn eBay ákváðu að stöðva þennan leik höfðu 26 tilboð borist og hið hæsta var komið í 10 milljónir evra.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home