Skyndibiti í Rúmeníu

Um 60 manna viðskiptanefnd íslenskra fyrirtækja eltir nú Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, um víðan völl í Rúmeníu. Í gærkvöldi bauð Traian Basesc, forseti landsins, til kvöldverðar í tilefni heimsóknarinnar. Eitthvað þótti sumum gestanna Basecs vera á hraðferð. Borðhaldið tók aðeins 90 mínútur og á þeim tíma voru bornir fram fimm réttir. Að meðaltali liðu því 18 mínútur á milli rétta. Þótt íslenskir athafnamenn séu þekktir fyrir röggsemi í fjárfestingum vilja þeir eyða meiri tíma í kræsingarnar.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home