Thursday, August 16, 2007

Hin sannfæringarlausa sannfæring og súperkarlar



Stundum velti ég því fyrir mér hvernig fólk getur verið sannfært um eitthvað sem er algerlega ósannfærandi.

Ég er ekki að tala um fávísa menn sem les eitthvað í bók sem segir að allt sé satt og því sé það satt.

Sum sannfæring er að fólk biður um eitthvað eða kannski nær sér úr einhverjum krankleika,blankheitum sem það hafði beðið guð um að redda, en hefði reddast hvort sem er og þá endar það í geðrænni gervi sannfæringu, svona sannfæringu eins og að svartur köttur boði ógæfu.

Er þetta flótti frá því að taka á sínu eigin lífi á eigin forsendum, eru menn að stimpla sjálfa sig sem aumingja sem ekkert geta nema ef þeir ímynda sér að galdrakarl hjálpi þeim.
Er þetta ótti um að fólk missi stjórn á sér og drepi og myrði ef það verður ekki hrætt við dauðann og lúxuslífið eftir hann, er þetta hálmstrá sem heldur sumum frá því að snappa.
Er þetta biðstofa þeirra sem eru óánægðir með lífið og halda að grasið sé grænna eftir dauðann.
Svo er það gervi sannfæring kraftaverka, menn kalla það kraftaverk að einhver nái sér úr sjúkdómi sem nota bene margir alveg ótrúaðir ná sér af líka og jafnvel kalla menn það guðs verk þegar það var raunverulega læknisverk, gervi sannfæringin er ekki kröfuhörð, hún krefst þess ekki að menn fái aftur tapaðan útlim eða neitt sem gæti talist alvöru kraftaverk.
Að lifa af flug/bílslys er ekki kraftaverk, its just pure luck, það var enginn galdrakarl sem galdraði eða valdi sæti fyrir þig.
Ekki einu sinni yfirgnæfandi falleinkun á fyrirbænum hreyfir við gervi geðrænni sannfæringu

Hvaðan kemur þessi sannfæring, er þetta kannski bara eigin vanmáttur, svona viðurkenning eða hækja,flótti,ótti sem umvarpast yfir í geðræna gervi sannfæringu.
Er ofsatrúboð og trúaryfirgangur örvæntingar tilraun til þess að viðhalda eigin geðrænni gervi sannfæringu, svona svipað og óvirkir alkar vilja láta alla hætta að drekka svo þeir geti sannnfært sjálfan sig betur.
Svo er þa gervi sannfæringar krafutur bókarinnar, hvað er það sem færi jafnvel hina skörpustu menn til þess að henda út í veður og vind allri skynsemi, menn segja; það voru vitni bla, menn vita vel hvernig vitni eru, tala nú ekki um ofurtrúarvitni sem eru spurð að ofurtrúarliði aftur í fornöld og líka í dag.

Komið nú með eitthvað alveg sannfærandi fyrir þessu öllu saman, ég nenni ekki að lesa að þetta standi í bók og ég nenni heldur ekki að lesa að einhver hafi sagt að hann hafi læknast því menn eru að læknast alla daga án nokkurrar trúar, menn geta líka verið veikir af púra aumingjaskap og geta náð sér með því einu að fá áhuga á einhverju og lífsvilja og gleði.

Smá pæling... ég er nefnilega að vinna fram eftir, stend vakt og fargin ekkert að gera... but hey i get paid to write this crap :)

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home