Sunday, August 12, 2007

Þvílík frekja og yfirgangur!



Hvernig er það - þarf maður ekki leyfi nágranna til að reka atvinnustarfsemi í fjölbýlishúsum? Ég átta mig ekki á að einn maður skuli komast upp með þvílíkan yfirgang sem lesa má um á http://www.visir.is/article/20070812/FRETTIR01/108120079
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Segir yfirlögregluþjón teppa flest bílastæðin

Íbúar við Sæmundargötu 5 á Sauðárkróki eru óánægðir með að útibú Bílaleigu Akureyrar, sem er rekin úr húsinu, teppi fimm af sjö bílastæðum fyrir framan húsið. Yfirlögregluþjónn bæjarins og konan hans reka bílasöluna, en hún var áður rekin úr lögreglustöðinni.

Jóhanna Sturludóttir, sem á tvær íbúðir í húsinu, segist hafa misst leigjanda vegna bílastæðaskortsins. Hún hafi kvartað við Sísí Steindórsdóttur, sem rekur bílasöluna, en hafi fengið þau svör að hún yrði að leita til lögreglu. Maður hennar, Björn Mikaelsson, er yfirlögregluþjónn bæjarins og rekur bílasöluna með henni.
- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Einhvers staðar hefðu nágrannarnir tekið svona vitleysinga í gegn, en það er víst ekki hægt með yfirlögregluþjóna.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home