Vista sökkar

Eins og ég er búinn að lýsa yfir hér áður, þá fékk ég mér nýja fartölvu um daginn. Ég átti reyndar eftir að svara bróður Arnaldi, en ég gerðist svo frægur að fá Acer tölvu, konan hefur átt slíka vankvæðalaust í þó nokkurn tíma og ákvað ég að gefa því tækifæri.
En þessari tölvu fylgdi Vista stýrikerfið, allt í lagi mér fannst á það reynandi vegna þess að ég hef ætíð gagnrýnt það. I am not impressed !
Þetta rusl er greinilega byggt upp á wizardum - markaðurinn er greinilega algjörlega fyrir tölvuhandicapped fólk, það er meiriháttar mál að koma driverum inn og finna einföldustu stillingar. Það er varla hægt lengur að fá upp neina properties glugga án þess að þurfa að gera dauðaleit af þeim! Mín reynsla er sú, ef það virkar þá ekki að fikta í því! Micro$oft fær falleinkunn fyrir þennan óbjóð, og nota ég þetta ekki aftur. Enda er ég búinn að installa Linux eftir nokkra daga Vista hell!
Guð blessi open source og Linux byggð stýrikerfi! ;)

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home