Tuesday, November 21, 2006

Lítill eða enginn réttur feðra sk. Dómstólum


Jæja nú höfum við enn eitt dæmið um íhalds dómstóla. Þá er ég að tala um rétt jafnan rétt föður til umgengis við börn sín. Segir orðrétt í dómnum ".Þeim lendir stundum saman og hefðu gott af friði af og til hvor frá öðrum. Hefðbundin helgarumgengni er að mati matsmanns of lítill umgengnistími fyrir drengina með föður.Á grundvelli álitsgerðarinnar taldi matsmaður geta komið til greina að annar drengurinn hefði lögheimili hjá föður en hinn hjá móður. Samt sem áður gætu þeir verið aðallega saman á heimilunum en líka átt tíma einir með hvoru foreldri. Þannig gæti tími foreldranna mögulega nýst drengjunum betur.”Semsagt kemst óháður matsmaður að því að best sé að annar drengjanna sé með fasta búsetu hjá föður sínum og hinn hjá móður sinni. Enn fremur segir einn drengjanna:"Það sé gott að hugsa til þess að vera hjá pabba lengi og hjá mömmu nokkra daga. Það sé betra að vera hjá pabba, segi hann „af því ég er ekki búinn að vera þar svo lengi“. Þar sé líka amma sem passi þá bræður."Einnig get ég nefnt slæmt dæmi í meðferð þessa mál, en þar segir sálfræðingur þetta um föðurinn:"Faðir mælist þýðlyndur, stöðuglyndur með væga tilhneigingu til innhverfu sem bendi til þess að hann sækist eftir rólegu umhverfi og hafi afmörkuð áhugamál. Einnig að hann kunni vel við sig innan um fáa frekar en marga"Hver þekkir ekki að Íslenskir karlmenn eru mjög margir stöðuglyndir og rólegir. Bendir það til innhverfu, ég spyr. Nei þarna er látið líta illa út með orðinu innhverfu.Um móðurina er sagt: "Hún mælist í góðu tilfinningalegu jafnvægi miðað við þær breytingar á fjölskylduhögum sem hún hafi gengið í gegnum og telji sig örugga í umhverfi sínu. Hún mælist úthverf, félagslynd og sækin í örvandi umhverfi."Ekkert hægt að segja meira, því ekkert má finna þar sem er fundið að móðurinni. En hún er sk. gögnum í hálfu starfi.En sálfræðingur heldur áfram með karlmanninn."Hann mælist með lágt orkustig fyrir sinn aldur sem geti bent til þreytu af álagi eða til dapurleika."Ég las í dómsgögnunum að hann væri í fullri vinnu með mjög góð laun. Er það ekki skrítið að sálfræðingurinn geti ekki fundið muninn á þreytu vegna vinnu eða depurð. Hvað veldur því að hann ákveður að setja samansem merki þar á milli. En sjálfur verð ég þreyttur vegna vinnu en ekki dapur. En sálfræðingurinn ákveður að setja þetta inn, um tilgang þess veit ég ekki.Þá leggur móðirin fram vottorð frá lækni sem annast hefur drengina um tíma og segir þar "Telur hann að föst búseta á skóladögum sé mikilvæg og einnig eðlilegt út frá hagsmunum drengjanna til framtíðar að þeir hafi sömu búsetu."En já þegar nú er komið við sögu kallar dómurinn á tvo nýja sálfræðinga vegna þess að móðirin er ekki sátt við niðurstöðu fyrra mats um að annar drengjanna, sá sem það vill, skuli fá búsetu hjá föður sínum. Það er einnig einungis tilviljanakennt að hvorugur nýju matsmanna er karlmaður. En sá matsmaður í fyrri skýrslu var karl.Niður staðan er: "Þá segir í niðurlagi yfirmatsgerðarinnar að eins og málin horfi við matsmönnum virðist fleira mæla með því að annað foreldri fái forsjá C og hitt D" En nýja matið staðfestir fyrri mat.Jæja nú er nefnilega komið að því. Þótt þrír aðkvaddir matsmenn hafið komist að því í hverju hagsmunir drengjanna séu best fólgnir þá dæmir dómstólinn allt annað."Stefndi, B(faðir), skal greiða einfalt meðlag með drengjunum frá uppkvaðningu dóms þessa og til 18 ára aldurs þeirra. Umgengni stefnda, B, við drengina skal verða aðra hverja helgi"Meðan flestir tala um mannréttindabrot þegar Sófía Hansen fékk ekki forræði yfir sínum börnunum, vegna þess að réttur föður er meiri í sumum austurlöndum. Þá viðist þetta vera öfugt á Íslandi og það versta er að dómstólar taka undir það sjónarmið að konur hafi meiri rétt til barna sinna heldur en feður. Jafnrétti hvað!(Heimild: http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200506725&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home