Launamunur kynja - Ekki allt sem sýnist!

Ég verð alltaf jafn hneykslaður þegar ég sé fréttir um mun á meðallaunum kynja á Íslandi. Í fréttum í gær var flaggað nýrri könnun sem leiddi í ljós að Ísland ræki lestina af Evrópulöndunum í launamun kynja.Þá hefur nánast hver og einn einasti pólitíkus á Íslandi blaðrað um þennan launamun.Það sem hins vegar verður undir í umræðunni eru ástæður fyrir því að téðar kannanir sýni þennan mun.Í fyrsta lagi er atvinnuþátttaka á Íslandi með því hæsta á norðurlöndunum og mjög mikið af ómenntuðum konum sem vinna láglaunastörf, oft í hlutastarfi. Margar þessarra kvenna eiga börn og hafa því ekki getað menntað sig, eða unnið með barnauppeldinu.Í öðru lagi eru konur mun gjarnari á að fara í þjónustustörf eða umönnunarstörf eins og afgreiðslustörf eða á elliheimilum. Slík störf eru oft láglaunastörf þar sem ekki er boðið upp á yfirvinnu. Á meðan eru mun fleiri karlar sem fara í störf á borð við sjómennsku eða ýmis verkamannastörf á borð við byggingarvinnu. Í þeim störfum er mun oftar boðið upp á yfirvinnu heldur en í þessum svokölluðu kvennastörfum.Í þriðja lagi hefur margsinnis komið í ljós að konur eru mun gjarnari á að neita sér um yfirvinnu, ef hún er í boði, en karlar. Ástæður fyrir því geta verið margvíslegar, t.d. að yfirleitt eru það mæður sem hugsa um börnin á meðan karlarnir vinna kannski langt fram á kvöld. Þannig er forgangsröðin hjá kynjunum og þetta er í eðli okkar.Í fjórða lagi hefur einnig komið í ljós að konur eru almennt mun feimnari við að biðja um launahækkanir en karlar. Virðast konur í eðli sínu vera varfærnari en karlar og hræðast viðbrögðin við slíkum bónum meira en karlar. Ég veit það sosum ekki.Í fimmta lagi virðast karlar í eðli sínu vera mun hjálpsamari við hvern annan heldur en konur sín í millum. Þetta er algengt í pólitíkinni, þ.e. gott dæmi eru stuttbuxnadrengirnir í sjálfstæðisflokknum. Þeir sleikja sig upp við stóru karlana og komast áfram þannig. Karlarnir klappa hver öðrum á bakið á meðan konurnar líta á hvora aðra sem keppinaut. Þetta hef ég margoft heyrt og fundið fyrir sjálfur.Þannig að eftir stendur að þegar meðalheildarlaun karla og kvenna eru borin saman skekkist myndin af ýmsum ástæðum, t.d. þeim sem að ofan greinir.Ég var eitt sinn að vinna í sjoppu. Þegar ég byrjaði var ég með sömu laun og stelpa sem byrjaði aðeins fyrr. Bæði vorum við jafn reynslulaus og enginn munur á okkur þannig séð. Bæði vorum við að vinna þarna á sumrin og með skóla á veturna. Eftir rúmt ár fórum við að tala saman um launin og sona og þá kom í ljós að ég var með 50 krónum hærra tímakaup en hún. Hljómar ósanngjarnt, en þegar betur var að gáð kom í ljós að stelpan hafði aldrei sótt um launahækkun en það hafði ég hins vegar gert tvisvar sinnum. Hún hafði þannig aldrei gefið annað í skyn við yfirmanninn en að hún væri ánægð með sín laun.Auðvitað fer enginn yfirmaður að hækka laun starfsmanna sinna að ástæðulausu. Góður yfirmaður borgar launþegum sínum þau laun sem launþegarnir eru sáttir við. Ég var ekki sáttur við mín laun og sagði yfirmanninum það. Þess vegna hækkaði hann launin mín. Ekki af því að ég var strákur.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home