Thursday, May 18, 2006

"CONGRATULATION"

Jæja. Nú hljóta stuðningsmenn Sílvíu að vera "GLAÐIR" Til hamingju með að eyðileggja enn eitt evróvision kvöldið fyrir okkur, sem sáum það fyrir, að Evrópu er ekki stjórnað af heilalausri gemsakynslóð, sem mígur niður af hrifningu ef "Trúður" fer að sprikla. Við áttum smá möguleika á að komast áfram en hrokinn og heimskan í "Trúðnum" kom í veg fyrir það. Það er eitt að leika og annað að ofleika. Að móðga gestgjafaþjóðina með skítakjafti og ruddaskap er sjálfsmorð. Hver man ekki eftir uppnáminu sem varð er sjálf súperstjarnan Robby Williams var með stjörnustælana hér um árið? Honum var nánast fleygt úr landi. Frumlegheit eru af hinu góða. Það brýtur upp leiðindin sem oft fylgja þessari keppni. Þess vegna fengu Finnarnir mitt atkvæði í ár og Norsararnir í fyrra. Við verðum að þekkja takmörkin, annars endar þetta bara í vonbrigðum ár eftir ár. Það gengur ekki að fullorðið fólk smitist af æði krakkabjána og sendi vonlausa fulltrúa fyrir hönd þjóðarinnar í svona keppni. Reynum að "HLUSTA" eftir góðu lagi en ekki horfa á innihaldslausar umbúðir spriklandi eins og fífl á sviði.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home