Friday, May 12, 2006

Það besta sem Samfylkingin hefur gert!


Ég vil þakka Degi og núverandi Borgarstjóra að taka hart á umferðamálunum með því að taka óæskilega og ónákvæma lögreglu af götunum. Það er algjör óhemja að hér liggi hraðbrautir af erlendri fyrirmynd um alla Reykjavík. Hér spænir til dæmis fólk á milli 60 og 100 í Ártúnsbrekkunni. Núna er nóg komið og lausn Borgarstjórans að koma hraðamyndavélum í Ártúnsbrekkuna mun leiða til þess að ég þori að aka þar á 50 km á klukkustund er hinn eini sanni hámarkshraði innanbæjar.Ég vil líka benda á þessa lausn til að koma í veg fyrir drykkju og ofbeldi í heimahúsum með því að sett verði upp öryggismyndavélar í öll heimili í Reykjavík. Þannig mætti koma í veg fyrir allskonar vandamál. Það væri stórkostlegt ef Reykjavík var fyrsta algæslu höfuðborg heimsins. Þannig tækum við forystu á þessu sviði og værum til fyrirmyndar. Ég legg til að myndavélum verði komið í alla leikskóla þannig að börnin læri að umgangast slíkt eftirlit og geti vanist vélunum. Þannig mætti koma í veg fyrir óþarfa frjálshyggju og uppreisn síðar meir gegn réttkjörnum eftirlits yfirvöldum,

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home