Sunday, April 02, 2006

Mótmælin í Frakklandi


Er ég datt inn í fréttatíma sjónvarpsins eitt kvöldið,var verið að segja frá mótmælunum og ólátunum í Frakklandi. Þar munu menn vera að mótmæla nýrri vinnulöggjöf,og eru greinilega ekki á eitt sáttir um ágæti hennar. En voru ekki einhver læti í Frakklandi á síðasta ári? jú í nokkrar vikur logaði allt í uppþotum, já logaði svo sannarlega þvi´fólk gekk berserksgang um stræti og torg brennandi bíla og byggingar. En hverju var verið að mótmæla þá? Mig rámar í að þar hafi verið á ferðinni einhverjir svokallaðir minnihlutahópar, sem voru að mótmæla bágum kjörum trúlega atvinnulausir,og þeir sem minna mega sín í þjóðfélögum. Síðan fór ég að velta fyrir mér,gæti svona lagað gerst hér á Íslandi?Hvaða hópar eru helst hafðir útundan hér á landi? Jú þá datt mér í hug , öryrkjar og aldraðir það hefur nú heldur betur komið fram í fréttum að þá hópa vilja stjórnvöld sem minnst vita um.Ég skal samt játa að ég á nokkuð erfitt með að sjá fyrir mér,,aldraða og öryrkja ganga hér berserksgang,æðandi um stræti og torg og berandi eld að bílum og húsum. Og þó, þjóðfélög mörg hver eru kanski orðin þannig að þetta verður eina leiðin til að vekja athygli stjórnvalda á ýmsu óréttlæti og bágum kjörum . PS varðandi mótmælin í Frakklandi á síðasta ári,minnist ég þess ekki að hafa séð neitt um það í fréttum hvernig það allt endaði.Var allt liðið kanski sett í steininn(og er þar kanski enn)? eða bar þetta brambolt einhvern árangur?.Fróðlegt væri að fá svar við því

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home