Sunday, March 26, 2006

Er fólk hætt að hittast og tala saman?


Ég veit ekki hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum en hjá mörgum virðist vera eins og samskipti fólks sé að færast úr því að fara í heimsóknir til að spjalla og í staðin talar fólk saman í gegnum tölvuna. Þessu er líklega ekki svo farið hjá mörgum þeim sem eldri eru en hjá þeim sem yngir eru fer þetta vaxandi. Til eru ýmsar leiðir til samskipta í gegnum tölvuna og er þessi umræðuvefur hér einn af þeim. Með tilkomu MSN, Skype, tölvupósts og bloggsins virðist vera eins og fólk sé smátt og smátt hætt að hittast, nema þá bara í gegnum tölvuna.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home