Wednesday, March 29, 2006

Fordómar í íslensku geðheilbrigðiskerfi !!


Þetta er í fyrsta skipti sem ég les eithvað af þessum þráðum, og fyrirsögnin um fordóma gagnvart geðfötlun greip mig.Þannig er mál með vexti að ég á sjálf fjölskyldu sem hefur verið að berjast innan heilbrigðiskerfinsins á Íslandi, fyrir börn með geðraskannir. Og verð ég því miður að segja að stæðstu fordómarninr sem ég rakst á voru innan heilbrigðiskerfisins !!Já skrítið að hugsa til þess að fólk, til og með læknar og sálfræðingar á barna og unglingageðdeild sé svo hrokafullt og fullir af fordómum að mín fjölskylda valdi að flytja úr landi til að fá þá hjálp sem á þurfti að halda !!En mest finnst mér að þeir ættu að skammast sín, þessir læknar og sálfræðingar B.U.G.L sem geta þrætt þar til þeir eru bláir í framan við mann um að það FINNIST EKKI GEÐSJÚKDÓMAR I BÖRNUM !!!!Af hverju erum við með barnageðlækna/deild osv.frv ef þetta fyrirbæri finnst bara í útlöndum !!Ég og mín fjölskylda völdum að flytja úr landi. Já gerast FLÓTTAMENN.Dauðuppgefin, hjálparvana og vonlítil pökkuðum við niður eigum okkar og flúðum land.Já því trúlega var þetta flótti, en örlaði sennilega á smá vonarglætu, að við gætum lifað með og fyrir börnin okkar án hjálpar lækna, lyfja og aðstoðar. Þar sem enginn (fagaðili)vildi hjálpa okkur með þetta heima.En til að gera langa sögu stutta, þá birtumst við hér án farangurs svo að segja. Létum ekki mikið uppi um þau vandamál sem okkar börn áttu við að stríða. En auðvitað leið ekkert á löngu áður en skóla og heilbrigðisyfirvöld voru komin inn í málið. Og þá fyrst tók lífið okkar allra aðra stefnu.Við fengum öll hjálp, vildum helst ekki ræða við læknana um okkar ótta eða reynslu heiman í frá. Og eftir stuttan tíma voru börnin komin með sínar greiningar, lyf og ekki minst leiðbeiningar, bæði fyrir þau og okkur hin í kring um þau. Ég þakka þessum flótta í dag fyrir það líf sem við eigum hér og mest þakka ég fyrir það líf sem að börnin mín eiga hér.Eftir hálfan áratug í burtu eru þetta flottir einstaklingar sem eru að gera stóra og góða hluti. Hluti sem ég get lofað að þau hefðu aldrei fengið tækifæri á að upplifa heima.Ég er ekki að reyna að hvetja til flótta hjá fólki í okkar stöðu, en það gæti hjálpað að vita að þú ert ekki ein/n um þessa reynslu.Það sem ég vildi gjarnan sjá er aukin umræða um fordóma og að læknar og sálfræðingar séu dregnir inn í umræðuna. Það er 2006 í dag og mér fynst að það sé löngu tímabært að skríða út úr moldarkofunum okkar þegar kemur að þessum málum.Það er rosalega gott að geta loksins hellt þessu úr sér !!!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home