Ómarktækur maður án fylgis
9 af hverjum 10 kjósendum höfnuðu Halldóri Ásgrímssyni í síðustu kosningum. Samt er hann forsætisráðherra og sinnir brýnum verkefnum á borð við að horfa á stráka leika sér í fótbolta úti í Englandi. Hann var drjúgur með sig í fjölmiðlum og spáði öðru liðinu sigri. Að sjálfsögðu tapaði það.Halldór er nefnilega marklaus. Hann setti Ísland á lista yfir stríðsglæpaleppríki Bush & félaga. Halldór sagðist vera með því að verja heimsbyggðina fyrir stórhættulegum gereyðingavopnum Íraka. Allir sem til þekktu, þar á meðal vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, bentu á að þetta væri lygi og yfirvarp. Halldór sagði hinsvegar að sannanir væru pottþéttar.Að sjálfsögðu hafa gereyðingavopn ekki fundist í Írak. Og þó. Eitt sinn fagnaði Halldór óskaplega yfir því að íslenskir sprengjusérfræðingar hefðu dottið um hið stórhættulega gereyðingavopnabúr Íraka. Halldór sagði þetta vera "heimssögulega viðburð". Vitaskuld hefur Halldór hvergi fundið neinn til að samfagna "heimssögulega viðburðinum". Enda duttu íslensku sprengjusérfræðingarnir bara um nokkrar meinlausar sundurryðgaðar sprengjuleifar síðan úr Írak-Íran stríðinu.Nýlega "gleymdi" Halldór að upplýsa eftirlitsnefnd um stóran eignahlut sinn og fjölskyldunnar í fyrirtæki sem hagnaðist um hundruð milljóna í söluferli Búnaðarbankans. Hann sagðist einfaldlega ekkert vita hvað hann og fjölskyldan eigi mikla peninga og hvað verið er að braska með þá. Þessi menntaði endurskoðandi nefndi síðan að eignarhlutur sinn og fjölskyldunnar væri svo örfá prósent að ekki sé talandi um.Síðar kom í ljós að eignarhluturinn var verulegur og margfalt stærri en Halldór hélt fram.Núna fullyrðir Halldór að Íslandi verði komið í Evrópusambandið fyrir 2016. Það er sama hvar borið er niður: Það er aldrei neitt að marka þennan mann sem 9 af hverjum 10 kjósendum höfnuðu. Þessi eini af 10 staðfestir að það er ekki allt í lagi með alla.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home