Wednesday, March 01, 2006

Glæsilegt hjá ungum mótmælendum

Þetta unga fólk er að gera hið eina rétta.Hvað er fólkið þarna á Húsavík að spá? Sér það ekki að álvershugmyndir hafa haft austfirðinga að algerum fíflum og í víðara samhengi niðurlægt alla íslensku þjóðina?Það er kominn tími til að sem flestir rísi upp gegn þessum siðspilltu stjórnvöldum okkar og því sem þau eru að gera varðandi nátturuna. Í rauninni jafnast níðingshátturinn hjá þeim, t.d hvað varðar Þjórsárver, við það að hjá okkur yrði sprengt eitt stykki moska, ef við ættum þannig flottar þjóðargersemar einsog t.d írakar eru stoltir af hjá sér. Við höfum bara náttúruna og ef við reynum ekki að rísa upp henni til verndar þá er eitthvað mikið að og menning þjóðarinnar á sér ekki mikla framtíð.Niður með Álgerði og Alcoa!!!

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home