Monday, March 06, 2006

Ógeðslegur sóðaskapur í kjörbúðum


Það er með eindemum hvað mikinn sóðaskap starfsfólk kjörbúða bjóða viðskiptavinum uppá. Og aðrir en ég virðast ekkert kippa sér upp við þetta. Þetta viðbjóðsástand er aðallega að finna í Bónus- og Krónuverzlunum. Ég kvarta í hvert einasta skipti, en starfsfólkinu er alveg skítsama.Það er aðallega tvennt, sem er að: Skítug færibönd við kassana og skítugir kælidiskar.Böndin eru þrifin EINU SINNI á dag í þessum búðum, við lokunartíma. Kælidiskarnir endrum og eins. Einn kælidiskur í Hagkaupum við Eiðistorg er þrifinn tvisvar á ári, fékk ég að vita.Ef blóð eða matarleifar úr pökkum hefur lekið út, fær það að verða að stórum og hættulegum bakteríunýlendum, þvíað nýjum vörum er einfaldlega hlammað ofaná. Matvælaeftirlitið gæti allt eins ekki verið til, það gerir allavega ekkert gagn.Ég sýni alltaf vanþóknun mína í sambandi við færiböndin með því að láta starfsfólkið keyra það þangaðtil það kemur smáblettur, sem er ekki mjög skítugur og ég stafla svo vörunum á þennan eina blett. Og segi við kassastrákinn/stelpuna að bandið sé ógeðslega skítugt og ætti að þrífa, en þau yppa bara öxlum og ekkert breytist. Þessi skítur sem lekur úr óþéttum umbúðum festist við aðra umbúðir og það er ekki geðslegt að hafa þetta í ísskápnum heima hjá sér.Um daginn hafði maður í röðinni við kassann sett 6 ára son sinn uppá bandið, standandi á skítugum skóm. Kassastrákurinn gerði engar athugasemdir, en ég kvartaði bæði við manninn og strákinn. Báðum var sama. Ekkert þýðir að tala við verzlunarstjórann, það hef ég reynt. Nú ætla ég að spyrja Matvæleftirlitið hvort þeim finnist vera allt í lagi að fólk er látið velta sér uppúr slori. Ég er viss um að svarið verði já.Ég hef enn ekki minnzt á skítugar kerrur og körfur sem aldrei eru þvegnar, og gólfið í Bónus sem er skítugra en þilfarið á gömlum síðutogara, en þetta er annað sem mætti bæta úr. Lágt matarverð réttlætir ekki þennan sóðaskap.

1 Comments:

Blogger Saumakona - eða þannig said...

Nú hef ég 3svar kvartað yfir óhreinni skeið í sælgætinu sem selt er í lausasölu í Krónuverslun sem ég versla stundum í. Ekkert gerist, hún er ekki einu sinni þvegin, hvað þá að skipt sé um skeið. Bara lítið dæmi. Auk þess fæst oft ekki það sem mann vantar í þessari búð, af því það koma bara vörur 3svar í viku þangað. Eintómir unglingar sem reka þessa búð, að því er virðist, sést aldrei starfsamður yfir tvítugu.

4:35 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home