Wednesday, February 15, 2006

Utanríkismál


Í gærkvöldi horfði ég á þátt í danska sjónvarpinu DR2 um utanríkisstefnu Bandaríkjanna með tilliti til aðgangs að olíu. Þar kom m.a. fram að aðgerðir þeirra í Írak og Georgíu,(fyrrum Sovjetlýðveldi) væru þáttur af skýrslu sem unn in var á vegum varaforseta Bandaríkjanna. Einnig kom þar fram áhugi þeirra á Vestur-Afríku m.t.t.olíuleitar þar. M.a. á Sao Tome þar sem Flughjálp gerði út hjálparflug til Biafra á sínum tíma. Einnig kom fram í þættinum að kínverjar væru í samkeppni við þá um yfirráð yfir hugsanlegri olíuframleiðslu.Mér finnst mikilvægt að í íslenskum fréttaflutningi sé fjallað um þessi mál þar sem að baráttan um olíu er og verður helsta deilumál milli þjóða næstu ár.Það er m.a. sagt að innan örfárra ára þurfi Bandaríkjamenn u.þ.b. 50% meiri olíu að halda.Aðstæður þeirra í austri er ótrygg. Aðstæður þeirra í S- Ameríku er líka ótrygg. Hvað ætla þeir að gera á vesturströnd Afríku. Skoðið áhuga þeirra og heimsóknir þangað.Ég spyr mig. Eru Bandaríkin að berjast gegn hryðjuverkamönnum eða að reyna að tryggja sig til þess að halda áfram að sólunda verðmætum jarðarinnar.Skoðið þetta og reynið að fá afrit af þættinum frá DR2 í gærkveldi til að fjalla um þetta á ykkar fjölmiðlum.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home