Saturday, January 28, 2006

Næringarskortur


Ég leiði hugann oftar að heilsunni með árunum sem líða án þess að vera neitt sérlega iðinn í heilsurækt. Það eru þó nokkrar spurningar sem mér hefur tekist að spyrja og tel mig hafa fengið góð svör við í gegnum bæði reynslu annarra (reynslusögur) og það sem að fjölmiðlar hafa stöku sinnum haft eftir vísindamönnum um sjúkdóma og næringu. Stærsta spurningin sem ég spurði er: Hvað veldur sjúkdómum? Svarið sem ég fann eftir áralanga leit er einfaldara en ég bjóst við. Svarið er næringarskortur. Hvers vegna er fólk feitt? Sama svar. Hvers vegna er fólk horað? Hvers vegna fær fólk þinnku? Hvers vegna fær fólk mígreni? Hvers vegna fá konur túrverki? Hvers vegna fær fólk áunna sykursýki? Hvers vegna fær fólk hjartasjúkdóma? Hvers vegna fær fólk kvef og sýkingar? Listinn er endalaus! Alltaf sama svarið. Á meðan að engar skemmdir eru í líkamanum t.d. vegna erfðagalla eða vegna slysa, aðgerða eða langvarandi skorts þá er svarið í einu orði:„NÆRINGARSKORTUR!“„Næringarskortur? En hann er svo feitur! Það er ekki næringarskortur, asninn þinn!“ segja margir og líta á mig með vanþóknun. Skýringin getur ekki verið næringarskortur. Feitir eigi bara að éta minna og hreyfa sig meira! Svona eru fordómarnir í garð þeirra sem eru feitir. Þeir sem eru horaðir þjást af næringarskorti, segir sama fólkið. Einstaka horuð manneskja segist vera grönn en ekki horuð. Hún kemst alveg upp með það því það er í tísku og álitið að horað fólk líti frekar betur út en hinir. Því sé ekki hægt að jafna saman horaðasta og feitasta fólkinu. En ég geri það því þeir allra horuðustu og feitustu þjást af næringarskorti. Hvers vegna heldur fólk áfram að éta? Það vantar í það næringarefni sem það leitar að með því að éta meira. Hvers vegna hættir fólk að éta? Það er vegna þess að það smakkar á fæðunni en finnur ekki þau næringarefni sem það leitar eftir.Kynntu þér málið og reyndu að hrekja þetta: Næringarskortur er sterkasti óvinur allra. Ekki stríð, ekki hjartaáföll, ekki þunglyndi. Alla sjúkdóma má rekja til næringarskorts.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home