Friday, May 01, 2009

Adam og Eva rússnesk ?

Þessi er kannski frá tímum Ráðstjórnarríkjanna en engu að síður góður:
Breti, Frakki og Rússi stóðu fyrir framan málverk af Adam og Evu í aldingarðinum Eden.
„Sjáið þið hvað allt er friðsælt og umhverfið fallegt?“ sagði Bretinn. „Þau hljóta að vera bresk.“
„Enga vitleysu,“ sagði Frakkinn. „Þau eru nakin og svo falleg. Þau eru augljóslega frönsk.
„Engin föt, ekkert athvarf,“ bendir Rússinn á, „þau eru aðeins með eitt epli til að borða og þeim hefur verið sagt að þetta sé paradís. Engin spurning, þau eru rússnesk.“

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home