Thursday, April 23, 2009

Reiði Guðs varir yfir óguðlegum.

Margir hafa sagt. "Það er enginn Guð og enginn trú" En hvað segir Biblían?

Jóh. 3.36. Sá sem trúir á soninn hefur eilíft líf. En sá sem óhlýðnast syninum, mun ekki sjá líf, heldur varir reiði Guðs yfir honum.

-Hér segir Biblían beint út, að reiði Guðs varir yfir óguðlegum. En sá sem trúir á soninn (frelsarann Jesú) hefur eilíft líf. Hvað vilt þú vinur?
-Ef þú heldur áfram að afneita Guði, þá varir reiði Guðs yfir lífi þínu.
-Ef þú heldur áfram að gera lítið úr syninum, þá varir reiði Guðs yfir lífi þínu.
-Ef þú heldur áfram að gera lítið úr orði Guðs, þá varir reiði Guðs yfir lífi þínu.
Svona mætti halda áfram að telja upp.

Það segir líka að sá sem trúir á soninn, hefur eilíft líf. Hvernig þá?
Róm. 1.17. Réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.
-Fyrir trú eigum við aðgang að himnaríki.
-Fyrir trú eigum við opinberun orð Guðs í hjörtum okkar.
-Fyrir trú erum vér börn Guðs.

Þitt er valið vinur. Að trúa á blessun Guðs fyrir hjarta þitt eða þá að reiði Guðs varir yfir lífi þínu.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home