FME var vanhæf aulastofnun undir stjórn Jónasar
Sorry Jónas, þú mátt hvítþvo þig og halda því fram að allir hafi verið vondir við þig en staðreyndirnar tala sínu máli, bara eitt svona lítið og létt dæmi eins og með forstjóra Nýsis sem jafnframt gegnir starfi regluvarðar fyrir sama félag. Þetta liggur í plaggi hjá FME en ekki einu sinni athugasemd gerð við þetta.
Hérna eru upplýsingar sem FME hefur um Nýsi og regluvörð þess, nafn Höskuldar regluvarðar kemur tvisvar fyrir á þessu skjali, einu sinni þar sem hann er titlaður regluvörður og einu sinni þar sem hann er titlaður forstjóri. FME hefur líklega bara ekki tekið eftir þessu enda vandað og gott starf sem hefur farið fram þar.
http://www.fme.is/?PageID=720&issuerid=6901911219
Frétt Vísis um þetta:
http://visir.is/article/20090402/VIDSKIPTI06/749972463
Hérna er svo130 gr. laga um verðbréfaviðskipti:
130. gr. Eftirlit með meðferð innherjaupplýsinga og viðskiptum innherja.
Stjórn útgefanda fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) ber ábyrgð á eftirliti með því að reglum útgefnum af Fjármálaeftirlitinu á grundvelli 132. gr., um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, sé fylgt. Stjórn skal ráða regluvörð eða staðfesta formlega ráðningu hans. Með sama hætti skal ráða staðgengil regluvarðar. Regluvörður hefur umsjón með að framangreindum reglum sé framfylgt innan útgefandans og honum ber að leggja fyrir stjórn útgefanda skýrslu um framkvæmd regluvörslu svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en árlega.
Þá setti FME þessi tilmæli um regluvörslu:
Regluvörður: Regluvörður hefur umsjón með að innherjareglum sé framfylgt innan útgefandans. Stjórn útgefanda skal ráða regluvörð eða staðfesta ráðningu hans. Regluvörður skal hafa aðgang að þeim gögnum og upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að hann geti sinnt störfum sínum og skal vera sjálfstæður í störfum sínum.
Innherjaskrá: Útgefendur skulu halda skrá yfir alla fruminnherja sína og alla tímabundna innherja, ásamt lista yfir aðila þeim fjárhagslega tengdir. Skrárnar ber að varðveita í fimm ár og skulu sendar Fjármálaeftirlitinu þegar í stað. Fjármálaeftirlitið birtir á heimasíðu sinni skrá yfir fruminnherja.
nánari upplýsingar er að finna hérna: http://www.fme.is/?PageID=841#Regluv%C3%B6r%C3%B0ur
Magnaður skítur eins og svo margt annað og enginn ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessu rugli frekar en öðru.
Hérna eru upplýsingar sem FME hefur um Nýsi og regluvörð þess, nafn Höskuldar regluvarðar kemur tvisvar fyrir á þessu skjali, einu sinni þar sem hann er titlaður regluvörður og einu sinni þar sem hann er titlaður forstjóri. FME hefur líklega bara ekki tekið eftir þessu enda vandað og gott starf sem hefur farið fram þar.
http://www.fme.is/?PageID=720&issuerid=6901911219
Frétt Vísis um þetta:
http://visir.is/article/20090402/VIDSKIPTI06/749972463
Hérna er svo130 gr. laga um verðbréfaviðskipti:
130. gr. Eftirlit með meðferð innherjaupplýsinga og viðskiptum innherja.
Stjórn útgefanda fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði eða verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) ber ábyrgð á eftirliti með því að reglum útgefnum af Fjármálaeftirlitinu á grundvelli 132. gr., um meðferð innherjaupplýsinga og viðskipti innherja, sé fylgt. Stjórn skal ráða regluvörð eða staðfesta formlega ráðningu hans. Með sama hætti skal ráða staðgengil regluvarðar. Regluvörður hefur umsjón með að framangreindum reglum sé framfylgt innan útgefandans og honum ber að leggja fyrir stjórn útgefanda skýrslu um framkvæmd regluvörslu svo oft sem þurfa þykir, þó eigi sjaldnar en árlega.
Þá setti FME þessi tilmæli um regluvörslu:
Regluvörður: Regluvörður hefur umsjón með að innherjareglum sé framfylgt innan útgefandans. Stjórn útgefanda skal ráða regluvörð eða staðfesta ráðningu hans. Regluvörður skal hafa aðgang að þeim gögnum og upplýsingum sem nauðsynlegar eru til að hann geti sinnt störfum sínum og skal vera sjálfstæður í störfum sínum.
Innherjaskrá: Útgefendur skulu halda skrá yfir alla fruminnherja sína og alla tímabundna innherja, ásamt lista yfir aðila þeim fjárhagslega tengdir. Skrárnar ber að varðveita í fimm ár og skulu sendar Fjármálaeftirlitinu þegar í stað. Fjármálaeftirlitið birtir á heimasíðu sinni skrá yfir fruminnherja.
nánari upplýsingar er að finna hérna: http://www.fme.is/?PageID=841#Regluv%C3%B6r%C3%B0ur
Magnaður skítur eins og svo margt annað og enginn ber að sjálfsögðu ábyrgð á þessu rugli frekar en öðru.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home