Baháar og þeirra vonlausa hugsjón
| Ekki fyrir svo mörgum árum, villtist ég inná samkomu hjá Baháum á Íslandi . Þetta var svo sem allt vinalegt og svoleiðis, en stemningin var langt frá því að vera eins og á kristnum samkomum .
| Á kristnum samkomum eru menn að tilbiðja Krist, og sérstakt andrúmsloft skapast sem hálf vantrúaðir byrjendur ná jafnvel að skynja .
lugar:
Það var leitt að heyra enok að þér væri ekki skemmt að fara á samkomu hjá bahá´iunum. Við erum með bænastundir,námskeið og kynningafundi. Ekki veit ég á hvað þú fórst, en ekki veit ég annað, en að flestir hafi fundið það sem þeir voru að leita að og líkað vel það sem bahá´íar hafa haft fram að færa. Þannig að þér er velkomið að koma á kynningafund, til að kynna þér vel hvað trúin fjallar um.
|
| Því er ekki fyrir að fara hjá Bahásamfélaginu . Enda snýst þeirra samkoma um flestalla "spámenn" sögunnar, hvort sem þeir voru barnaperrar eða stríðsæsingarmenn . En þeir eru samt sem áður túlkaðir sem liðir í "stig hækkandi opinberun" Þeirra samkomur snúast líka talsvert um einhvern lestur úr ljóðabók Bahalu'ah (bábabulluna) . Sem kemst varla í hálfkvisti við snilld Hallgríms Péturssonar sáluga .
lugar:
Ekki ætla ég að fara að leiðrétta þig og þína skoðanir um Islam, því þar verður þú að skoða á fordómalausari hátt en þú gerir nú. Sú stighækkandi opinberun er einfaldlega þannig, að Guð er einn og sendiboðar Hans eru margir. Ef þú lítur á þetta þannig að Kristur sé sá eini (alfa og ómega), þá er eins og þú viljir segja við mannkyn að 6.bekkur sé nóg þ.e.a.s. það sé óþarfi að fara í 1.bekk og svo stighækkandi upp í háskóla. Bahá´u´lláh segir til um að annar opinberandi muni koma eftir sig, og þannig heldur þetta áfram, því það er ekki hægt að skilyrða Guð eða takmarka eiginleika Hans.
|
| Já þeir trúa því blessaðir, og rembast við að fullkomna ætlunarverk bábabullunar er felst í því, að sameina öll trúarbrögð heimsins .
| Ein svoleiðis meiriháttar tilraun fór algjörlega útum þúfur árið 1893 og því með öllu óskiljanlegt að einhverjum hafi dottið í hug að reyna nokkuð slíkt aftur .
| En þetta ár, 1893 komu samann í Chicaco illinois mótmælendur, kaþólikkar, gyðingar og allflestir fulltrúar hinna trúarbragðana samann, til 17 daga skrafs og þrafs, sem skilaði akkúrat engu þegar upp var staðið .
| Kaþólskum prestum hlotnaðist sá heiður að setja ráðstefnuna, og slíta henni !
| lugar:
Öll trúarbrögð hafa sagt fyrir um næstu opinberun og þannig hefur það gengið koll af kolli. En með komu Bahá´u´lláh, kom hann á stjórnkerfi sem gerir mannkyni kleift að sameina öll trúarbrögð í eitt. Þetta var ekki möguleiki áður,þótt fyrri trúarbrögð hafi lagt svo til, svo sem að gyðingar myndu breyta trú sinni til kristni.
| Einn mótmælendaprestur komst þar þannig að orði : Þetta fyrsta trúarbragðaþing virðist boðberi ennþá meira bræðralags , bræðralags sem mun sameina í eina alheimstrú allt það besta , ekki frá einum, heldur öllum miklum trúarbrögðum .
| Vera má að vér þurfum að endurskoða hugtök vor og tala framvegis meir um trúarlega sameiningu í staðinn fyrir Kristilega sameiningu .Það gleður mig að hin miklu trúarkerfi , hafi færst nær hvert öðru, og að Jesús mun vera settur á bekk með Gautama, Konfúsíus og Zóróaster .
|
| Fékk trúarbragðaþingið í Chicaco 1893 svo blessun Guðs, eða stuðlaði það síðar meir, með einhverju móti að heimsfriði og trúarlegu samkomulagi ? Nei, alls ekki og langt frá því ! Því aðeins 20 árum seinna skall á fyrri heimsstyrjöldin, og trúarsöfnuðir sundruðust bara enn frekar en áður .
|
| Þess vegna verður ekki annað sagt, en að hugsjón Baháa um sameiningu trúarbragða sé gjörsamlega vonlaus . Það eina sem getur komið mannkyni að gagni, er að fá fólk til að sameinast um Krist og lifa samkvæmt gildum hans .
| Að eyða kröftum sínum í að sameina trúarbrögð, er álíka mikil tímasóun eins og það, að ætla sér að bræða Vatnajökul með einum eldspýtustokki .
Það er gott að vitna í orð Bahá´u´lláh, til að útskýra hvernig þetta getur átt sér stað:
Sannlega segi Eg, þetta er dagurinn þegar mannkynið getur litið ásjónu og heyrt raust hins Fyrirheitna. Kall Guðs hefur út gengið og ljómi ásýndar Hans hefur runnið upp yfir mennina. Það sæmir sérhverjum manni að afmá sérhvern vott ónytjuorða af töflu hjarta síns og horfa með opnum og fordómalausum augum á tákn opinberunar Hans, sannanirnar fyrir ætlunarverki Hans og vegsummerki dýrðar Hans.
Bahá´u´lláh
Við verður að hreinsa hjarta okkar enok, til að breyta heiminum. Því ef við opnum hjarta okkar fyrir ætlunarveki Guðs, förum við að opna fleirri skilningarvit en þau fimm sem við notumst við iðulega.
Megi Guð vera þér leiðarljós.........lugar..
| Á kristnum samkomum eru menn að tilbiðja Krist, og sérstakt andrúmsloft skapast sem hálf vantrúaðir byrjendur ná jafnvel að skynja .
lugar:
Það var leitt að heyra enok að þér væri ekki skemmt að fara á samkomu hjá bahá´iunum. Við erum með bænastundir,námskeið og kynningafundi. Ekki veit ég á hvað þú fórst, en ekki veit ég annað, en að flestir hafi fundið það sem þeir voru að leita að og líkað vel það sem bahá´íar hafa haft fram að færa. Þannig að þér er velkomið að koma á kynningafund, til að kynna þér vel hvað trúin fjallar um.
|
| Því er ekki fyrir að fara hjá Bahásamfélaginu . Enda snýst þeirra samkoma um flestalla "spámenn" sögunnar, hvort sem þeir voru barnaperrar eða stríðsæsingarmenn . En þeir eru samt sem áður túlkaðir sem liðir í "stig hækkandi opinberun" Þeirra samkomur snúast líka talsvert um einhvern lestur úr ljóðabók Bahalu'ah (bábabulluna) . Sem kemst varla í hálfkvisti við snilld Hallgríms Péturssonar sáluga .
lugar:
Ekki ætla ég að fara að leiðrétta þig og þína skoðanir um Islam, því þar verður þú að skoða á fordómalausari hátt en þú gerir nú. Sú stighækkandi opinberun er einfaldlega þannig, að Guð er einn og sendiboðar Hans eru margir. Ef þú lítur á þetta þannig að Kristur sé sá eini (alfa og ómega), þá er eins og þú viljir segja við mannkyn að 6.bekkur sé nóg þ.e.a.s. það sé óþarfi að fara í 1.bekk og svo stighækkandi upp í háskóla. Bahá´u´lláh segir til um að annar opinberandi muni koma eftir sig, og þannig heldur þetta áfram, því það er ekki hægt að skilyrða Guð eða takmarka eiginleika Hans.
|
| Já þeir trúa því blessaðir, og rembast við að fullkomna ætlunarverk bábabullunar er felst í því, að sameina öll trúarbrögð heimsins .
| Ein svoleiðis meiriháttar tilraun fór algjörlega útum þúfur árið 1893 og því með öllu óskiljanlegt að einhverjum hafi dottið í hug að reyna nokkuð slíkt aftur .
| En þetta ár, 1893 komu samann í Chicaco illinois mótmælendur, kaþólikkar, gyðingar og allflestir fulltrúar hinna trúarbragðana samann, til 17 daga skrafs og þrafs, sem skilaði akkúrat engu þegar upp var staðið .
| Kaþólskum prestum hlotnaðist sá heiður að setja ráðstefnuna, og slíta henni !
| lugar:
Öll trúarbrögð hafa sagt fyrir um næstu opinberun og þannig hefur það gengið koll af kolli. En með komu Bahá´u´lláh, kom hann á stjórnkerfi sem gerir mannkyni kleift að sameina öll trúarbrögð í eitt. Þetta var ekki möguleiki áður,þótt fyrri trúarbrögð hafi lagt svo til, svo sem að gyðingar myndu breyta trú sinni til kristni.
| Einn mótmælendaprestur komst þar þannig að orði : Þetta fyrsta trúarbragðaþing virðist boðberi ennþá meira bræðralags , bræðralags sem mun sameina í eina alheimstrú allt það besta , ekki frá einum, heldur öllum miklum trúarbrögðum .
| Vera má að vér þurfum að endurskoða hugtök vor og tala framvegis meir um trúarlega sameiningu í staðinn fyrir Kristilega sameiningu .Það gleður mig að hin miklu trúarkerfi , hafi færst nær hvert öðru, og að Jesús mun vera settur á bekk með Gautama, Konfúsíus og Zóróaster .
|
| Fékk trúarbragðaþingið í Chicaco 1893 svo blessun Guðs, eða stuðlaði það síðar meir, með einhverju móti að heimsfriði og trúarlegu samkomulagi ? Nei, alls ekki og langt frá því ! Því aðeins 20 árum seinna skall á fyrri heimsstyrjöldin, og trúarsöfnuðir sundruðust bara enn frekar en áður .
|
| Þess vegna verður ekki annað sagt, en að hugsjón Baháa um sameiningu trúarbragða sé gjörsamlega vonlaus . Það eina sem getur komið mannkyni að gagni, er að fá fólk til að sameinast um Krist og lifa samkvæmt gildum hans .
| Að eyða kröftum sínum í að sameina trúarbrögð, er álíka mikil tímasóun eins og það, að ætla sér að bræða Vatnajökul með einum eldspýtustokki .
Það er gott að vitna í orð Bahá´u´lláh, til að útskýra hvernig þetta getur átt sér stað:
Sannlega segi Eg, þetta er dagurinn þegar mannkynið getur litið ásjónu og heyrt raust hins Fyrirheitna. Kall Guðs hefur út gengið og ljómi ásýndar Hans hefur runnið upp yfir mennina. Það sæmir sérhverjum manni að afmá sérhvern vott ónytjuorða af töflu hjarta síns og horfa með opnum og fordómalausum augum á tákn opinberunar Hans, sannanirnar fyrir ætlunarverki Hans og vegsummerki dýrðar Hans.
Bahá´u´lláh
Við verður að hreinsa hjarta okkar enok, til að breyta heiminum. Því ef við opnum hjarta okkar fyrir ætlunarveki Guðs, förum við að opna fleirri skilningarvit en þau fimm sem við notumst við iðulega.
Megi Guð vera þér leiðarljós.........lugar..
