Thursday, September 06, 2007

"Við sama Heygarðshornið"



Var að hlusta á morgunvaktina á gömlu gufunni í morgun og náði inn í viðtal sem þáttarstjórnandinn tók við Karl nokkurn Sigurbjörnsson biskup. Þarna var biskupinn spurður spurninga,(engan veginn nógu beinskeyttra) og farið í kringum hlutina eins og köttur sem læðist í kringum heitan graut.

Biskup var td spurður hvað honum fyndist um aðskilnað ríkis og kirkju. Það tók hann 5mín og 47 sek að svara því til að sér þætti það frekar neikvætt að fara út í þann gjörning að svo stöddu bla bla bla...

Svipuð voru tilsvörin varðandi giftingu samkynhneigðra. (Látum það nú vera) First things first. Sem sagt biskup var við sitt heygarðshorn þarna í morgun sárið rólegur og yfirvegaður.

Prsónulega hefði ég viljað þjarma almennilega að karlfausknum og láta hann svara afdráttarlaust öllu því sem bylur á trúfélagi ríkisins. Aðskilnað ekki seinna en strax! Leggja af kristniboð í barna skólum! Kalli segi af sér í framhaldinu og hætta við frekari afskipti og sleikjuhátt gagnvart hernaðarbrölti Georg W Bush! ( ok það er nú á réttri leið)

Ef Karl biskup vill að tekið sé mark á sér, þá hættir hann öllum frekari málalengingum um 1000 ára sögu kristninnar í landinu. Við vitum allt um það. Þjóðkirkjan getur alveg staðið undir sér á afskipta ríkisins.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home