Tuesday, July 03, 2007

Þjóðkirkjukortið


Um þessar mundir keppast fjármálastofnanir og fyrirtæki um að auglýsa hin og þessi greiðslukort þar sem með notkun er hægt að leggja málefnum lið eða safna sér punktum eða hvað ekki.Mér datt í hug að þetta væri mjög snjallt fyrir Þjóðkirkjuna. Ef VISA gæfi út sérstakt "Þjóðkirkjukort" væri hægt að láta fólk greiða sérstaka upphæð af hverri færslu til Þjóðkirkju allra landsmanna. Það væri gríðarlega sterkt nú þegar Kristnihátíðarsjóður er orðinn tómur en ennþá mjög mörg mikilvæg verkefni er tengjast sögu Kristindóms hér á landi. Auk þess þarf að setja góðan pening í rekstur Vinaleiðar Þjóðkirkjunnar í öllum skólum landsins sem ég vona að byrji strax í haust. Þegar fram líða stundir myndi ríkið auðvitað kosta Vinaleið en fyrst um sinn held ég að Kirkjan verði að kosta þetta mikilvæga starf með börnunum.Síðan væri líka hægt að velja að safna sér punktum til niðurgreiðslu á fermingu, skírn, giftingu eða greftrun. Þannig væri hægt að búa í haginn fyrir framtíðina.


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home