Er samkeppni í olíuviðskiptum á Íslandi?

Mér er spurn. Er samkeppni í olíuviðskiptum á Íslandi? Það er ekki mikill verðmunur í dag á hæsta og lægsta verði olíufélagana. Nú munar 2 til 4 krónur á verði líters. Mig minnir að það hafi verið það sama í krónutölu þegar verðið var 97 til 100 kr. Nú er verðið lægst 120 og hæst 124. Þessi krónutala 4 krónur er minni prósenta af heildarverði olíu en af 100 kr verðinu. Olíugjald er enn í fastri krónutölu til Ríkisins og þar af leiðandi er þetta líklegast byrjunin að fyrsta olíusamráði olíufélaganna með NotaBene Atlandsolíu.Atlandsolía hagar sér eins og hin olíufélögin gerðu. Þeir hafa svikið tryggu kúnnana sýna sem trúðu á þeirra vilja að lækka bensínverð. Svei ykkur svikarar. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið. Að mínu mati ætti verðmunurinn að vera nær 7 til 8 krónur á líter eða jafnvel 9 til 10 kr.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home