Tuesday, July 03, 2007

Skyldu gilda sömu lög á Íslandi og í Skotlandi?


Ég vissi nú ekki hvað ég ætti að halda þegar ég las þessa frétt á visir.is...----------------------------------------------------------Skoskur maður hefur verið kærður fyrir að þykjast hafa mök við reiðhjól. Robert Stewart er gefið að sök að hafa verið nakinn fyrir neðan mitti á gistiheimilisherbergi þegar tvær hreingerningakonur komu inn. Þær sögðust hafa fengið áfall þegar maðurinn blasti við þeim í ósiðlegum stellingum með hjólhestinum. Hann lét sér hinsvegar hvergi bregða og hélt hjassinu áfram. Hann hefur verið kærður fyrir ósæmilega hegðun. Lögfræðingurinn hans, Gerry Tierney, sagði skjólstæðing sinn neita sök. Stewart segir málið vera misskilning, meðal annars til kominn vegna þess að hann hafi drukkið of aðeins of mikið.Þegar hann var spurður út í hið meinta reiðhjólakynlíf segir Sunday mail blaðið að Stewart hafi sagt það algjöra þvælu, og spyrja þyrfti hreingerningarkonurnar um af hverju þær segðu slíkt.----------------------------------------------------------Er hægt að kæra fólk fyrir ósæmilega hegðun sem fer fram innan dyra þeirra eigin íverustaðar? (tel að hótelherbergi jafngildi eigin heimili í þessu sambandi)Það væri þokkalegur andskoti að geta ekki stundað sitt BDSM með dömunni sinni í friði fyrir einhverjum helv... þvottakellingum sem ryðjast inn á mann og kæra svo til löggunnar.


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home