Nýtt vopnakapphlaup

Hefur einhver tekið eftir öllu þessu hernaðaruppbyggingu sem á sér í stað? Víðsvegar um heiminn. *’iranir eru við að leggja síðustu hönd á sína kjarnorkuáætlun.* Bandaríkin eru við að þróa sitt eldflaugar varnarkerfi. * Kínverjar eru á hörku hraðferð með að vera hernaðarlegt stórveldi. * Rússar hafa vaxsandi áhyggjur af vopnauppbyggingunni í USA og hafa hótað að setja upp lagdrægar kjarnaflaugar sem svar við eldflaugar varnarkerfi USA* og N-Kóreumenn hræða vesturlöndin með prufusprengingu. Er heimurinn virkilega á góðri hraðferð með að vígbúast fyrir næsta heimstríð? Og allt er þetta gert í nafni og þágu friðar. Það virðist allavega vera afar lítið sem við almúgurinn fáum að vita, hvað það skeður á bak við tjöldin svörtu. Hvað á maður að halda? Að þetta sé bara allt í góðum málum, og engin ástæða til að hafa áhyggjur af leynilegri hernaðaruppbyggingu landanna í kringum okkur. Rússar hafa látið í ljós miklar áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Bandaríkjanna, og tel ég þá ályktun vera þess verð að hlusta eftir. Bandaríkin vígbúast sem aldri fyrr, það eru settar margar balljarðar dollarar í allskyns hernaðarrannsóknir sem miðast að því að vígbúast í himingeimnum. Er þetta eðlileg þróun? Kínverjar eru á góðri ferð með að svara Bambaríkjunum með gífurlegum kostnaði í að byggja upp sinn her í nútíma hernaðartækni.Öll þekkjum við bröltið með ‘Irani. ‘Iran er við að verða að kjarnorkustórveldi. Í óþökk við öll alþjóðleg lög. En kínverjar fá að byggja upp sinn her í góðvild Bandamanna. Hver er munurinn á Kínverja og ‘Irana? Það er greinilegt að Bandaríkin er risinn og hefur áhrifin, svo það er ekkert hægt að segja um þeirra hernaðarbrölt og uppbyggingu. Maður skal bara halda sig á mottunni þegar þeir eru annarsvegar. Kínverjar eru í náðinni vega stöðu sinnar á alþjóðlegum vettvangi. Eru allir á móti ‘Irönum vegna trúar þeirra? Nei...þeir hafa bara ekki sannað sig sem trúverðug þjóð, þó svo að þeir hafi fullan rétt til að vígbúast sem og aðrar þjóðir. Annars í lokin. Hvert stefnir þessi heimur? Það blasir kannski glötunin ein við. Eða hvað. Hvenær springur þessi hernaðaruppbygging? Og hverjar verð afleiðingarnar. Það er nokkuð öruggt að þessi uppbygging gengur ekki endalaust, fyrr eða varir springur boltinn. Ps: það er svo sem hægt að spyrja sig endalaust um svona efni. Eitt í lokin. Eru það Bandaríkin sem hafa undirtökin innan SÞ?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home