Friday, February 16, 2007

Segjum nei við aðild að ESB


Í ESB þrífst spillingin, dugleysið, bruðlið, peninga- og tímasóunin, lygarnar, blekkingarnar, valda- og fégræðgi pólítískra viðrina og tækifærissinna, skortur á lýðræði, miðstjórn, fyrirlitning og yfirgangur stærri ríkja gagnvart þeim smærri. Gleymdi ég einhverju?Þýzka þjóðin og ýmsar aðrar þjóðir í ESB sem ekki hafa þekkt lýðræði í raun mjög lengi eru eindema þýlyndar og þrælalundaðar gagnvart yfirvöldum, sérstaklega gagnvart ESB. Þar af leiðandi reynir framkvæmdarstjórnin í Bruxelles að troða alls konar vitleysu ofan á almenning í smærri löndum, sem hafa náð mikið lengra í löggjöf en ESB og býst svo við að það sé gleypt við öllu þegjandi og hljóðalaust. Allt þetta hefur gert það að verkum að ESB hefur víða verið nefnt Sovétríki V-Evrópu. Þótt ég sé einarður andkommúnisti, myndi ég með góðri samvizku segja að þessi samlíking sé móðgun við Sovétríkin.Að sölsa eitt gjörspillt smáríki eins og Ísland undir jafngjörspillt ríkjabandalag eins og ESB leysir engin vandamál.Í staðinn fyrir að gleypa við helvítis lygunum um ESB, líka frá ISG og Össuri, væri meira vit í að henda þessu spillta liði sem er á Alþingi á haugana, þótt það krefðist byltingu, og hreinsa út spillinguna og haftastefnuna hér. Þannig að við sjálfir ráðum ríkjum hér. Þau lönd sem einu sinni eru orðin aðildaríki geta aldrei sagt sig úr ESB, ekki frekar en að Eystrasaltslöndin gátu sagt sig úr Sovétríkjunum.Fallið endilega ekki í þá gryfju að trúa á fagurgala Evrópusinnanna. Þeim er lygin svo kærkomin og eðlileg, að pólítískir einfeldningar eins og sumir kjósendur Samfylkingar og Framsóknar munu halda að hér sé verið að segja sannleikann.

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home