Ljóðahornið

Brot úr ljóði. Hver orti?Ég fæddist um niðdimma nótt.Minn naflastreng klerkurinn skar,og kirkjunnar rammasta rúnvar rist á þann svip er hann bar.Ég grét undir hempunni hans,unz háls minn var snúinn úr lið.Ég er barnið, sem borið var út,sem var bannfært í móðurkvið.Í brjósti mér leyndist þó líf,er lagður í skaflinn ég var,og gusturinn hvæsti og kvaðog kvein mín til himnanna bar.Öll blíða og barnslund mín hvarf,og brjóst mitt varð nístandi kalt.Ég er barnið, sem borið var út,sem bað - en var synjað um allt....Og sælt er að sjúga það blóð,er sauð við nautnanna bál,í brjósti hins bölvaða manns,sem bannfærði óskírða sál,sem barnið sitt bar út í skafltil að bjarga tign sinni og kjól,sem glitrar við altari guðsí geislum frá lyginnar sól.Ég var laufsproti á lífsins eik,sem lygarinn burtu hjó.Ég var gneisti af eldi guðs,sem var grafinn í ís og snjó.Ég var svanur, en heiðingjans hönddró hálsinn minn hvíta úr lið.Ég er barnið, sem borið var út,sem var bannfært í móðurkvið.

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home