RÚV til sölu, stórlega niðurgreitt af okkur

Einhverjir hrista sinn tóma koll þessa dagana og skilja ekkert í "málþófi" stjórnarandstöðunnar gegn frumvarpi Gunnarsdóttur ráðherra (nefni hana svo, því annað hefur hún ekki sér til frægðar unnið!). Málið er þó sáraeinfalt: RÚV á að o.h.f.-væða í þeirri von að Árvakur kaupi smám saman upp þetta vandræðabarn þjóðarinnar með sínum milljarða króna árlega halla.Svo er ætlast svo til þess að skattgreiðendur niðurgreiði apparatið með tugþúsundum króna á ári frá hverri fjölskyldu í beinum skatti. Og hvað fá svo skattgreiðendur fyrir snúð sinn þegar RÚV verður selt; EKKERT! Ekki eina krónu! Hvílíkur pilsfaldakapítalismi! Engum nema Sjálfstæðisráðherra hefði getað dottið þessi vitleysa í hug!Þessu frumvarpi á að henda á haugana. Ráðherrann mætti fara að leita sér að annarri vinnu. Vantar ekki klappstýrur á handboltaleiki hjá FH?!?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home