Friday, February 16, 2007

Sagan um okkur öll - Part II


Eftir að Sannkristinn og Jónas, kristni höfðu lent í þessum hremmingum, urðu þeir á vegi manns sem kallaði sig Enok. Enok þessi var trúaður líka og fór að tala við þá félaga, eftir að hafa heyrt boðskap þeirra þá tók hann biblíuna sína og sló henni í hausinn á þeim. Hann reif klæði sín og kallaði til Guðs. Við það birtist ægi fögur kona er kallaði sig Flower79, hún huggaði Enok í tárum sínum og talaði til hans huggunarorð og húðskammaði þá félaga fyrir boðskap sinn. Ekki tóku þeir sönsum þrátt fyrir orð Flower79 og héldu burt frá þeim.Eftir þetta komu þeir að bæ sem hét Breiðavík, þar hittu þeir tvo guðfræðinga sem voru á vegum Karls, þeir félagar hrósuðu þeim og hömpuðu fyrir vel unnin störf og útbreiðslu fagnaðarerindi Karls. Þeir tóku ekki eftir neyðarópum og að vistmenn þessa heimilis gátu ekki gengið fyrir barsmíðum. Samt var allt í himnalagi því boðberar Karls sáu um staðinn. Var þarna maður að nafni DoktorE, hann var að koma út af heimilinu og algjörlega blöskraði ástandið sem var þar. Hann sagði við þá félaga: “Aldrei hef ég augum litið jafn mikla mannillsku eins og ég hef séð hér, vei þeim mönnum sem sjá um þennan stað, ég hef bara verið hér í 15 min. og sver þess að réttlætið nái fram að ganga yfir þennan stað !”. Eftir þessi orð þá byrjuðu Sannkristinn og Jónas að sannfæra Doktorinn um ágæti staðarins, sérstaklega af því að staðurinn var í höndum hámenntaðara guðfræðinga. Doktorinn trúði ekki eigin eyrum, og réðst á þá. Þeir tóku til fótanna og hlupu Doktorinn af sér. Eftir þeir höfðu fullvissað sig um að Doktorinn væri farinn af slóð þeirra fóru þeir að biðja til Guðs síns. Þá birist þeim ægifagur engill að nafni Faith, hún fór að vitna fyrir þeim félögum, þeir brugðust hið versta við og sögðu hana guðlastara að verstu sort. Þeir sögðu að einungis Karl mætti vitna í heilagt orð og hún ætti að skammast sín fyrir dólgshátt sinn. Þá komu tveir vinir að nafni engillinnZeriaph og illi andinnDímon, Zeriaph fór strax að predika yfir þeim og útlisti með langri ræðu hvernig trúinn virkaði, hann reyndi hvað hann gat að bera rök fyrir máli sínu, vitnaði meira að segja í guði þeirra félaga. En á meðan á þessu stóð urðu Dímon og Faith hugfanginn af hvoru öðru og skoppuðu hamingjusöm útí náttúruna. (hér á að ímynda sér fiðlu-undirspil í bakgrunninum). Zeriaph var einn eftir með þeim og reyndi áfram að leggja þeim lífsins reglur. Hann sagði að kona hans væri mun menntaðri en þeir og þar með ættu þeir að halda kjafti !

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home