Thursday, September 14, 2006

Víkingasveitina í miðborgina


Ég bý í miðborginni þannig að það sem gerist um helgar í miðbænum er ekkert leyndarmál á mínu heimili. Ég hef lengi velt því fyrir mér hvort lögreglan þurfi ekki að taka á "helgarvandanum" af meiri hörku og ákveðni. Ekki að ég viti hvernig þeir ættu að fara að því blessaðir, því ég vorkenni þeim virkilega þegar ég sé þá keyra um í látunum. Ég hef séð fólk henda flöskur í þá þegar þeir eru að reyna að stía í sundur slagsmál og koma í veg fyrir slys á dauðadrukknum mönnum.Svo horfði ég á viðtal við lögguna í sjónvarpinu í kvöld og datt í hug að kannski þyrfti bara að láta víkingasveitina sjá um miðborgina um helgar. Í fúlustu alvöru, er ekki kominn tími til að ráðast á hart með hörðu? Ef lögreglan getur ekki unnið vinnu sína án þess að eiga það á hættu að það sé ráðist á þá, þá þarf að taka á því.Og foreldrar. Hvernig stendur á því að það eru 13 og 14 ára krakkar í bænum kl 4 að morgni? Hvar eruð þið?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home