Byko og Bauhaus

Við komum hvergi nærri, segja forráðamenn Byko þegar lóðaumsókn Bauhaus í Garðabæ var hafnað.Trúlegt eða hitt þó heldur,að minnsta kosti er ég ekki í neinum vafa um að þarna sé eitthvað rotið á ferðinni(pólitík og vinagreiðar).Og hvað eru þeir að gera með þessu,jú þeir eru að reyna að koma í veg fyrir að landsmenn geti verslað við verslunarkeðju sem hefur lofað að vera ávallt með lægsta verðið. En því miður getur almenningur víst lítið gert í svona málum,nema eitt og það er að versla ekki við fyrirtæki sem haga sér svona. Að minnsta kosti ætla ég að versla annars staðar. Ps er ekki sami fnykurinn af þessu máli og þegar Kanadíska olíufélagið,Irving eða hvað það nú hét,sótti um lóðir undir bensínstöðvar en fékk bara NeiNei

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home