Saturday, March 08, 2008

Forsetakosningar USA

Hafiði einhverja skoðun á þeim? Treystiði einum frambjóðanda öðrum fremur til þess að vinna í alvörunni fyrir hag annarra en elítunnar?

það er fyndnast að fylgjast með baráttunni milli Obama og Hillary, þau eru bæði eitthvað svo ömurlega mikið eins, bæði eiga að tala sérstaklega til ákveðinna "minnihlutahópa" og fólk virðist gjörsamlega heltekið af þeim, stuðningsmennirnir þ.e.a.s. Þau eru bæði sósjalistar, en Obama á að vera enn meiri sósjalisti. Ég tók þá ákvörðun strax að pirra mig á Obama því hann er svo vinsæll, ég var löngu áður búin að ákveða að Hillary væri alls ekkert spes heldur (hún er gjörsamlega innvígð og innmúruð í elítuna)

svo er það gamli kallin McCain sem á að vera svo friðsamur og fullkominn, en er hann það? sennilega ekki....

og Ron Paul sem á líka að vera bjargvættur, etv vantreysti ég honum allra mest af því að hann spilar á að hafa ekkert að fela - mér finnst það bara ekki geta staðist, þótt það væri gaman að vita af einum frambjóðanda sem ekki er skrímsli.

Já, ég held nefninlega að þetta séu allt mismunandi ásjónur sama skrímslis og að það sé bókað að stríð haldi áfram etc, kannski verður eitt þeirra myrt, hver veit, það gæti jafnvel farið svo að Bush haldi áfram völdum (ef það gerist einhver svakaleg árás eða eitthvað slíkt þá gæti kosningunum verið frestað, bara svona sem dæmi) ég er samt ekkert að segja að það fari endilega svo.

En treystiði einhverjum af þessu liði? og það sem meira er, haldiði með einhverjum sérstökum?

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home