
Það verður að teljast gríðarlega gæfulegt ,að búa í landi þar sem hægt er að stöðva óæskilega gesti sem þangað sækja .
Vítisenglar og og annar óskapnaður sækir stíft á skerið þessi misserin, og ætti það að vera sjálfsögð réttindi hverrar þjóðar, að stjórna því hverjir þangað koma .
Það væri fróðlegt að sjá vítisengla að höfða mál vegna brottreksturs frá Íslandi .
Hvernig ætla þeir að fá dómara til að trúa því, að þeir séu að koma í friðsamlegum tilgangi ?
Ætlum við kannski að hleypa íslömskum terrorristum í "kurteisisheimsókn" til landsins næsta sumar líka ?
Nei, það á ekkert að gefa eftir í svona málum !
Þeir sem vilja vafsast í klámi og klíkugengjum, skulu bara gera það í sínu heimalandi ,og leyfa lögreglunni hér að ná almennilegum tökum á miðbænum um helgar .
Er það ekki annars nóg verkefni fyrir lögguna, svo ekki þurfi að bæta við vinum vítis og öðrum rottugengjum hér við ?