Jólasveinninn

Mikið hefur verið rætt um vinaleið í skólum, og eru allflestir þeir sem hana gagnrýna mest á þeirri skoðun, að Jésú hafi ekki verið til, og því sé það ekki forsvaranlegt að kenna neitt um hann í skólum.
Nú hefur þessi sami hópur heimildir fyrir því, að jólasveinninn sé enn meiri uppspuni og tilbúningur en sjálfur Jesú með alla sína uppfundnu lærisveina .
Því er hugleiðingin þessi : Hvers vegna uppræta menn ekki Jólasveinana líka úr skólunum þegar sannast hefur, að þeir eru bara seinni tíma tilbúningur ?
Hvor tilbúningurinn er annars skaðlegri fyrir börnin ? Jesú eða jóli ?
Jesú boðaði frið og kærleik, en hvað boðaði þessi jóli annars ? Drekkið coka cola, og verið stillt í desember . Bjargast heimurinn á því einu samann ?

0 Comments:
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home