Saturday, March 17, 2007

Vinstri grænir og fleira


Nú virðist sem að Vinstri grænir séu á hraðri uppsiglingu samkvæmt skoðanna könnun og viti menn ekki afskrifar Steingrímur J samstarf með sjálfstæðismönnum ef til kæmi enda svo sem ekki skrýtið því hann var nú með Davíð Oddsyni í því að semja eftirlaunafrumvarp fyrir ráðherra og formenn flokkana, enn vill nú ekki láta á því bera karlgreyjið. Hugsið ykkur þessa menn ef að þeir hætta svo þessum störfum eru þeir með rífandi tekjur þe þessi svokölluðu eftirlaun eins og ég kalla, svo fara þeir í aðra vinnu , kanski með milljón á mánuði sem sendiherrar, seðlabankastjórar osfrv,,,,, en ekki skerðist króna af þessu þingfarakaupi þeirra?? ég bara spyr sjálfan mig. Hvað er að hjá okkar þjóð ?? eða öllu heldur þeim sem að ríkinu stjórna ? Ef maki ellilífeyrisþega er með laun eða á réttindi til lífeyrissjóðs þá er strax byrjað að skerða makann. Hvaða réttlæti er í þessu.Held að Steingrímur J ætti að hætta að þenja sig og þykjast vera góði maðurinn (eins og ég hélt reyndar sjálfur) Hann er að vinna sjálfum sér til hagsbóta á bak við tjöldin !!!! Hvar væri mín byggð segji ég nú bara ef að Kárahnjúkavirkjun hefði ekki komið til sögunnar eins og Steingr vildi, hann og hans flokkur er að gera okkur að fíflum og leika sér , aðeins þeim einum til hagsbóta. grrrrrrr ég er ekki sáttur


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home