Thursday, March 22, 2007

Löggumál


Ofsaakstur og eltingaleikir eru hlutir sem skelfa mig óskaplega .Það er alveg sama þótt þú ert grandvar og góður bílstjóri, þú getur átt von á því að ofsafenginn og brenglaður ökuþór bani þér þegar síst skyldi .Hvort sem er í Reykjavík, eða á Reyðarfirði .Svo eru menn að hafa áhyggjur af því að vera í Baghdad .Nei nú er komið nóg, og skora ég á einhvern tæknisinnaðann mann að hanna búnað sem settur verður í alla krafmikla sportbíla hérlendis, og virkar þannig að fjarstýring úr lögreglubifreið dugi til að ræsa búnaðinn í flóttabílnum, sem lokar svo fyrir eldsneytisrennsli að vél .Fleiri tillögur


0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home